Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Skiptafundur LÍS

Fimmtudaginn 23. maí frá kl. 17:00-19:00 verður haldinn skiptafundur LÍS.

Á fundinn mæta fulltrúaráð og framkvæmdastjórn nýliðins starfsárs auk þeirra sem taka við keflinu það næsta. Í fulltrúaráði LÍS sitja 2 fulltrúar frá hverju aðildarfélagi LÍS. Að LÍS standa átta aðildarfélög sem eru í forsvari fyrir stúdenta við Háskólann á Akureyri, Háskólann á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Hólum, Háskóla Íslands og fyrir íslenska stúdenta sem stunda nám erlendis.

Fundurinn er skv. lögum LÍS opinn öllum stúdentum og hvetjum við alla háskólanema með áhuga á hagsmunabaráttu stúdenta að sækja fundina. Fulltrúar í fulltrúaráði geta nálgast fundargögn á heimasvæði fundarins. Staðsetning auglýst síðar

  1. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar

  2. Verklagsbreytingar

  3. Ársskýrsla 2023-2024 

  4. Alþjóðamál

  5. Framboð til framkvæmdastjórnar

  6. Fráfarandi framkvæmdastjórn og fulltrúaráð gefa keflið áfram

  7. Nýkjörinn forseti ávarpar fundinn

  8. Tilnefningar í stjórn Menntasjóðs námsmanna

  9. Önnur mál

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Opið fyrir framboð í embætti varaforseta LÍS 2024-2025

Varaforseti. Tengiliður við aðildarfélög samtakanna. Forseti lagabreytingarnefndar. Sér um uppbyggingu innra starfs samtakanna. Staðgengill forseta í fjarveru hans. Sækir fundi með forseta samtakanna og ritar fundargerðir.

// English below //

LÍS óska eftir framboði í embætti varaforseta LÍS fyrir starfsárið 2024-2025. Framboðsfrestur er til og með 22. maí 2024. Hafir þú áhuga skaltu senda kynningarbréf og ferilskrá á kjorstjorn@studentar.is


Kosið er í embætti á skiptafundi LÍS sem haldið verður á Höfuðborgarsvæðinu 23. maí 2024.

Mikilvægar upplýsingar:

Við hvetjum frambjóðendur til þess að kynna sér lög og verklag samtakanna vel, en nánari upplýsingar um embættið má einmitt finna þar. Þú getur líka haft samband við S. Magga Snorrason, sitjandi varaforseta, í síma 693-7742 eða í tölvupósti á maggi@studentar.is. Á mynd má sjá helstu verkefni (alt-texti á mynd fyrir sjónskerta).

Starfsárið hefst í byrjun júní 2024 og er til lok maí 2025.

  • Vinnutungumál LÍS er íslenska

    • Efni til birtingar er bæði á ensku og íslensku en fundargögn eru almennt á íslensku

  • Kjörgengi hafa…

    • Öll sem stunda háskólanám á Íslandi og/eða eru meðlimir í aðildarfélagi LÍS

    • Frambjóðendur mega hafa lokið námi, ef það eru innan við tvö ár frá námslokum

// ENGLISH //

Dear students,

LÍS is opening the call for candidates for our Vice-President for 2024-2025.

The application deadline is 22nd of May, if you are interested, please send an introductory letter and CV to kjorstjorn@studentar.is

Elections are held at a meeting which will be held in the Capital Area (Reykjavík and surroundings), 23rd of May.

Important information:

We encourage candidates to familiarize themselves with the association's laws and procedures, but more detailed information about the position can be found there. You can also contact S. Maggi Snorrason, our current Vice-President, though phone (+354 693-7742) or email (maggi@studentar.is).

Vice-President’s tasks:

  • Contact person with the association's member companies.

  • President of the Law Amendment Committee.

  • Takes care of the structure of the organization's internal work.

  • Deputy President in his absence.

  • Attends meetings with the association's president and writes meeting minutes.

The working year starts at the beginning of June 2024 and ends in May 2025.

  • The working language of LÍS is Icelandic

    • Material for publication is in both English and Icelandic, but meeting documents are generally in Icelandic

  • Who can apply for the EC?

    • Everyone who is studying at an Icelandic university and/or is a member of LÍS's member associations.

    • Candidates may have completed their studies, if it is less than two years since the end of their studies

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Umsögn um frumvarp um breytingar á Menntasjóði námsmanna

LÍS skilaði inn umsögn til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um frumvarp til laga um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna, nr. 60/2020. í ljósi þess að frumvarpið hefur ekki tekið breytingum frá því það var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda vísuðu samtökin að öllu leyti til fyrri umsagnar sem gerð var í samstarfi LÍS og BHM. Þá umsögn má finna hér.

Þá lögðu stúdentar til breytingartillögur á frumvarpinu sem þingmenn eru hvattir til að vinna áfram í þinglegri meðferð málsins. Tillögurnar eru eftirfarandi:

  1. Námsstyrkir að norskri fyrirmynd. Horfa ætti til styrkjafyrirkomulagsins í Noregi; 25% niðurfellingar á höfuðstól eftir hverja önn og 15% niðurfellingar við námslok. Einnig ætti að hverfa frá tímamörkum námssstyrkja í anda norska kerfisins enda verður krafa um námsframvindu seint slitin í sundur frá hárri atvinnuþátttöku námsmanna.

  2. Sanngjörn framfærslulán. Það er grundvallaratriði að framfærsla námsmanna sé byggð á traustum grunni og dugi til framfærslu og því þarf að festa útfærslu hennar í lög. Þá þarf að lækka lágmarksnámsframvindukröfu í lögum og taka upp norska útfærslu á námsframvinduviðmiðum en þar fá stúdentar lán fyrir einingum sem þeir þreyta óháð því hvort þeir standist námsmat.

  3. Vextir. Stúdentar ítreka fyrri kröfu um að vaxtaþak námslána lækki og að vaxtaálag vegna væntra affalla verði afnumið enda ættu stúdentar ekki að bera alla áhættu á afföllum sjóðsins.

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Evrópska ungmennavikan

Evrópska ungmennavikan var haldin dagana 12. - 19. apríl. Íslensk sendinefnd landsskrifstofu Erasmus+ sótti opnunarviðburð hátíðarinnar sem var haldinn í Evrópuþinginu í Brussel þann 12. apríl. Alexandra Ýr, forseti LÍS, var einn þátttakandi sendinefndarinnar auk þeirra Helgu Júlíu og Rebekku Nótt úr stjórn Samfés+, Ingibjörgu Ástu sjálfboðaliða Rauða Krossins, Sayed sem hefur starfað með Amnesty International og Guðmundi Ara sérfræðingi á landsskrifstofu Erasmus+.

Ungmennavikan er haldin annað hvert ár um alla Evrópu þar sem vakin er athygli á margskonar tækifærum sem eru í boði fyrir ungt fólk til að hafa áhrif og vera virkir þátttakendur í samfélaginu.  Lifandi lýðræði var yfirskrift vikunnar í ár en þátttaka í lýðræðissamfélagi er eitt af áhersluatriðum Erasmus+ og European Solidarity Corps. LÍS hefur sótt í styrki Erasmus+ síðastliðin ár m.a. fyrir fjármögnun á Landsþingi LÍS en landsþingið er stærsti sameiginlegi vettvangur stúdenta á Íslandi fyrri stefnumótun og lýðræðislega umræðu um menntamál.

Á opnunarviðburðinum gafst einstakt tækifæri til þess að ræða mennta- og æskulýðsmál við fulltrúa Evrópuþingsins. Alexandra tók m.a. þátt í málstofu um sameiginlega evróska háskólagráðu sem er nýr stefnurammi fyrir háskólastigið og hvers markmið er að efla samvinnu milli háskóla í Evrópu. Hún sótti einnig málstofu um húsnæðismál stúdenta sem hafði það að markmiði að leita lausna við þeim mikla húsnæðisvanda sem blasir við háskólanemum um alla Evrópu.

Read More
Framkvæmdastjóri LÍS . Framkvæmdastjóri LÍS .

Hádegismálþing gæðanefndar LÍS

Hádegismálþing gæðanefndar LÍS var haldið 6 apríl síðastliðinn. Þar voru flutt þrjú ólík erindi um framtíð lærdómssamfélagsins og hægt er að horfa á upptöku af því hér.

Read More